Mótið átti að fara fram í Argentínu og Kólumbíu en vegna pólitískrar óreiðu í Kólumbíu og fjölgunar kórónaveirusmita í Argentínu var mótið fært til Brasilíu á síðustu stundu.

Óttast var að mótið myndi koma af stað nýrri bylgju kórónaveirusmita í Brasilíu en fjórðungur landsins hefur fengið að minnsta kosti fyrri skammt bóluefnis við kórónaveirunni.

Alls var skimað 28.772 sinnum fyrir kórónaveirunni og greindust 36 leikmenn eða þjálfarar með veiruna, 137 starfsmenn leikvanga og sex starfsmenn Suður-ameríska knattspyrnusambandsins, CONMEBOL.

Það greindist smit innan leikmannahóps Bólivíu, Kólumbíu, Perú, Síle og Venezúela en það þurfti aldrei að fresta leikjum vegna smita eða sóttkvíar.

Þessi tala á þó eflaust eftir að hækka eftir að áhorfendum var hleypt inn á úrslitaleikinn milli Brasilíu og Argentínu.