Al­fi­e Ran­som, 12 ára strákur frá Hull var rekinn heim úr skólanum fyrir það eitt að vilja líkjast á­trúnaðar­goði sínu, brasilísku knatt­spyrnu­stjörnunni Ron­aldo. Móðir Al­fi­e greinir frá raunum hans í við­tali við Hull live.

Emma, móðir Al­fi­e segir frá því í við­talinu við Hull Live að sonur sinn hafi viljað fá eins hár­greiðslu og Ron­aldo skartaði á sínum tíma og vakti mikla at­hygli en hár­greiðsluna má sjá hér fyrir neðan:

Umrædd hárgreiðsla sem Ronaldo skartaði á HM 2002
Fréttablaðið/GettyImages

Svo fór að Al­fi­e fékk sér eins hár­greiðslu og Ron­aldo en skóla­stjórn­endur skólans sem hann gengur í voru ekki parsáttir með þetta fram­tak, sögðu Al­fi­e fara á svig við reglur skólans.

,,Frá því að ég var krakki hafa á­kveðnar tísku­bylgjur gengið yfir í sam­ræmi við það sem fræga fólkið klæddist eða skartaði, við vildum líkjast stjörnunum," sagði Emma í sam­tali við Hull Live.

Vinir Al­fi­e hafi elskað hár­greiðsluna hans og Al­fi­e leið sjálfum vel.

,,Honum líður vel í skólanum og vildi ganga í hann eins og venju­lega en má ekki snúa aftur fyrr en hann hefur rakað af þessa hár­greiðslu. Það er fá­rán­legt því þessi greiðsla hefur engin á­hrif á hans nám."