Sport

Rekinn heim af HM og missir af úrslitaleiknum

​Það var eflaust sérstakt fyrir Nikola Kalinić, framherja AC Milan að fylgjast með sigri Króatíu á Englandi í gær sem kom Króatíu í úrslitaleik HM en hann var rekinn heim frá króatíska liðinu fyrr á mótinu.

Kalinić á að baki 41 leiki fyrir hönd Króatíu en hann var varaskeifa Mario Mandzukic á mótinu. Fréttablaðið/Getty

Það var eflaust sérstakt fyrir Nikola Kalinić, framherja AC Milan að fylgjast með sigri Króatíu á Englandi í gær sem kom Króatíu í úrslitaleikinn en hann var rekinn heim frá króatíska liðinu fyrr á mótinu.

Leikur Króatía í úrslitaleik á stórmóti í knattspyrnu í fyrsta sinn á sunnudaginn þar sem þeir mæta Frakklandi. Mættust sömu lið í undanúrslitunum árið 1998 og geta Króatar hefnt fyrir tapið í Moskvu.

Kalinić var sendur heim með skömm frá Rússlandi eftir fyrsta leik Króata á mótinu, 2-0 sigur gegn Nígeríu eftir að hann neitaði að koma inn á.

Kvaðst Kalinić vera meiddur í baki og þurfti þjálfarinn því að senda annan leikmann inná. Þegar læknar skoðuðu Kalinić daginn eftir fannst ekkert að og var hann því sendur heim af Zlatko Dalic, þjálfara Króatíu.

Er Kalinić ekki eini maðurinn í króatíska hópnum sem hefur verið sendur heim en Ognjen Vukojevic, starfsmaður og fyrrum leikmaður liðsins, var sendur heim á dögunum eftir að myndband af honum syngjandi pólitíska söngva birtust á samfélagsmiðlum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Jón Axel stigahæstur fyrir framan Curry

Rafíþróttir

Ís­lendingur í einni stærstu raf­í­þrótta­deild heims

Körfubolti

Nýtt nafn á bikarinn

Auglýsing

Nýjast

Watford fyrst í 8-liða úrslitin

Juventus unnið 21 af 24 leikjum

Zaha í bann

Guðmunda Brynja færir sig um set

Juventus horfir til Salah og Klopp

Sturla náði ekki að klára fyrri ferðina í stórsviginu

Auglýsing