Bronslituð stytta, sem reist var til minnis um körfu­bolta­manninn Kobe Bry­ant og dóttur hans Gianna Bry­ant, var flutt á staðinn þar sem þau, auk sjö annarra, létust í þyrlu­slysi fyrir tveimur árum þann 26. janúar 2020.

Styttan er af Kobe í körfu­bolta­búningi sínum frá Los Angeles Lakers og heldur Gianna í hönd hans. Á styttunni eru einnig nöfn hinna sjö sem létust í slysinu. Þyrlan var á leið í­þrótta­skóla Bry­ant í Thou­sund Oaks í Los Angeles þegar hún hrapaði.

Styttan er hönnuð af Dan Medina sem tók á móti að­dá­endum í gær þegar þau komu til að skoða styttuna við af­hjúpun hennar. Hann sagði í við­tali við Reu­ters að enginn hafi beðið hann að gera styttuna og að hann hafi unnið að henni einn.

„Í dag, tveimur árum eftir slysið, á­kvað ég að koma hingað upp með styttuna frá sólar­upp­rás til sól­seturs og hjálpa þannig að­dá­endum að jafna sig,“ sagði hann og að hann hefði séð mikið af því þennan dag.

Styttuna má sjá hér að neðan í mynd­skeiði frá banda­ríska miðlinum CBS.

Fjöl­margir minntust Bry­ant á dánar­dægri hans og dóttur hans. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi frá liðs­fé­lögum og vinum hans.