Fótbolti

Taka þurfti víti í miðju hálfleikshléi

Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Mainz og Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Myndbandsdómgæslan var þar í aðalhlutverki.

Guido Winkmann dæmdi leik Mainz og Freiburg. Fréttablaðið/Getty

Myndbandsdómgæslan svokallaða (VAR) kom mikið við sögu í leik Mainz og Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Á lokaandartökum fyrri hálfleiks vildu leikmenn Mainz fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Marc-Oliver Kempf, varnarmanns Freiburg. 

Guido Winkmann, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt og flautaði til hálfleiks.

Myndbandsdómarinn var ekki á sama máli og dæmdi víti á Freiburg. Leikmenn voru farnir til búningsherbergja en voru kallaðir aftur út á völl nokkrum mínútum síðar til að hægt væri að framkvæma vítaspyrnuna. 

Pablo de Blasis skoraði úr vítinu og kom Mainz yfir. Leikmenn fóru svo aftur til búningsherbergja. Ótrúleg uppákoma. 

De Blasis bætti öðru marki við í seinni hálfleik og gulltryggði sigur heimamanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Komið að úr­slita­stundu í Moskvu

Fótbolti

Meðal bestu Evrópuúrslitanna

Fótbolti

Fót­boltinn mögu­lega á leiðinni heim á enska grundu

Auglýsing

Nýjast

Hörður lék sinn fyrsta leik fyrir CSKA í dag

Besti hringur Tigers á risamóti síðan 2011

Þrír jafnir á toppnum á Opna breska

HK aftur á toppinn eftir sigur á Grenivík

Berglind Björg skaut Blikum í bikarúrslit

María og Ingvar Íslandsmeistarar

Auglýsing