Fótbolti

Taka þurfti víti í miðju hálfleikshléi

Undarleg uppákoma átti sér stað í leik Mainz og Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld. Myndbandsdómgæslan var þar í aðalhlutverki.

Guido Winkmann dæmdi leik Mainz og Freiburg. Fréttablaðið/Getty

Myndbandsdómgæslan svokallaða (VAR) kom mikið við sögu í leik Mainz og Freiburg í þýsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Á lokaandartökum fyrri hálfleiks vildu leikmenn Mainz fá vítaspyrnu þegar boltinn fór í hönd Marc-Oliver Kempf, varnarmanns Freiburg. 

Guido Winkmann, dómari leiksins, dæmdi ekki neitt og flautaði til hálfleiks.

Myndbandsdómarinn var ekki á sama máli og dæmdi víti á Freiburg. Leikmenn voru farnir til búningsherbergja en voru kallaðir aftur út á völl nokkrum mínútum síðar til að hægt væri að framkvæma vítaspyrnuna. 

Pablo de Blasis skoraði úr vítinu og kom Mainz yfir. Leikmenn fóru svo aftur til búningsherbergja. Ótrúleg uppákoma. 

De Blasis bætti öðru marki við í seinni hálfleik og gulltryggði sigur heimamanna.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Mæta Skotlandi á Spáni í dag

Fótbolti

Pressan eykst á Sarri eftir tap gegn Arsenal

Fótbolti

Ísland mætir Svíþjóð í Doha í dag

Auglýsing

Nýjast

Línur munu skýrast í milliriðlunum í kvöld

Buvac formlega hættur störfum hjá Liverpool

Martin spilar til úrslita í þýska bikarnum

Arnari sagt upp hjá Lokeren

Góður skóli fyrir ungt lið Íslands

Patriots og Rams mætast í SuperBowl

Auglýsing