Um­mæli sem fyrrum at­vinnu- og lands­liðs­maðurinn í hand­bolta, Logi Geirs­son lét falla í hlað­varps­þættinum Hand­kastið á dögunum hafa ratað í danska vef­miðla en TV2 Sport greinir frá því að fyrrum leik­maður vilji láta reka Guð­mund Guð­munds­son, lands­liðs­þjálfara ís­lenska lands­liðsins í hand­bolta.

Gengi ís­lenska lands­liðsins á HM í hand­bolta stóð ekki undir væntingum. Liðið féll úr leik í milli­riðlum en vonir stóðu til að liðið gæti barist um verð­launa­sæti á mótinu eða í það minnsta náð í úr­slita­keppnina

Í kjöl­far niður­stöðu mótsins fyrir ís­lenska lands­liðið, sem var 12. sæti, spratt upp há­vær um­ræða hér á landi um fram­tíð lands­liðs­þjálfarans Guð­munds Guð­munds­sonar. Afar skiptar skoðanir virðast vera á því hvort Guð­mundur sé rétti maðurinn til þess að stýra lands­liðinu á­fram. Ein­hverjir vilja að breytingar verði gerðar á meðan að aðrir telja Guð­mund rétta manninn í starfið.

„Fyrrum lands­liðs­maðurinn Logi Geirs­son gagn­rýnir Guð­mund Guð­munds­son harð­lega eftir að Ís­land endaði í 12. sæti á HM og komst ekki á­fram úr milli­riðlinum,“ segir í frétt TV2 Sport sem vitnar í orð Loga í hlað­varps­þættinum Hand­kastið.

Í þættinum segist Logi vilja sjá breytingar í þjálfara­málum ís­lenska lands­liðsins og að miðað við þetta mót höndli Guð­mundur lands­liðs­þjálfari ekki pressuna sem fylgir starfi hans.

„Hann er ekki gæinn sem er til­búinn að fara með þetta lið og vinna. Hann talaði um of miklar væntingar og kröfur. Hvernig kemst þetta inn í liðið?" sagði Logi í hand­kastinu og bætti svo við:

„Ég veit ekkert hvað þarf að gerast. Ég er að hugsa um liðið og það þarf að breyta því. Það þarf strúktúr og taka til í þessu. Ég held að það eigi að skipta um mann í brúnni.“

Hlusta má á um­ræddan þátt Hand­kastsins í heild sinni hér fyrir neðan: