NBA

Westbrook í félagsskap Magic, Robertson og Kidd

Russell Westbrook komst í nótt í flokk með Oscar Robertson, Magic Johnson og Jason Kidd sem einu leikmennirnir sem hafa náð yfir 100 þreföldum tvennum í NBA-deildinni.

Westbrook í leik með OKC en hann var með þrefalda tvennu að meðaltali í fyrra þegar hann var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. MVP). Fréttablaðið/Getty

Russell Westbrook, leikstjórnandi Oklahoma City Thunder, varð í nótt aðeins fjórði leikmaðurinn í sögu NBA-deildarinnar sem nær 100. þreföldum tvennum á ferlinum í tólf stiga sigri á Atlanta Hawks, 119-107, Oklahoma í vil.

Með því kemst Westbrook í flokk með Oscar Robertson, Magic Johnson og Jason Kidd í þennan fámenna klúbb en Westbrook á eflaust eftir að ná fram úr Kidd(107 þrefaldar tvennur) áður en tímabilinu lýkur.

Tók það 736. leiki fyrir Westbrook að ná þessu merka afreki en hann var töluvert fljótari en Kidd (1026 leiki) að ná þessu afreki.

Það tók Oscar Robertson aðeins 277 leiki að ná hundrað þreföldum tvennum enda með þrefalda tvennu að meðaltali á öðru tímabili sínu í deildinni.

Lék Westbrook það afrek eftir í fyrra en þeir tveir eru einu leikmennirnir sem hafa verið með þrefalda tvennu að meðaltali á tímabili. Var hann valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (e. MVP) eftir það.

Magic Johnson þurfti svo 656 leiki til að ná 100. þreföldum tvennum.

Ekki er ólíklegt að Westbrook sem er 29 ára og á tíunda tímabili sínu í deildinni nái að komast yfir Magic Johnson(138) þegar kemur að þreföldum tvennum en heldur lengra er í Robertson (181).

Að sama skapi gæti LeBron James blandað sér í þennan hóp, hann er í dag með 69. þrefaldar tvennur og þar af 27 á síðustu tveimur árum.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

NBA

Durant sagði áhorfanda í Dallas að halda kjafti

NBA

Embiid frábær í þriðja sigri Philadelphia í röð

NBA

Fyrrverandi leikmaður Boston fyllir skarð Martins

Auglýsing

Nýjast

„Ekki í boði að spila neinn skítaleik“

Misjafnt gengi Manchester-liðanna

Arnór: „Dreymt um þetta síðan maður var krakki“

Arnór skoraði og lagði upp gegn Real Madrid

KSÍ setur fleiri ársmiða í sölu

Þriðji stórsigur Noregs í röð

Auglýsing