Samuel Eto'o fyrrum framherji og forseti knattspyrnusambands Kamerún gæti verið í klípu eftir að hafa ráðist á mann í Katar í gærkvöldi.
Eto'o var á heimleið eftir leik Brasilíu og Suður-Kóreu í gærkvöldi þegar fólk vildi fá mynd með honum.
Fyrst um sinn tók Eto'o vel í slíkt en þegar hann var að fara af vettvangi ákvað hann að snúa við og hjóla í mann með myndavél.
Allt virtist vera að ganga niður þegar Eto'o rauk af stað og sparkaði í andlit mannsins sem virtist sleppa nokkuð vel frá árásinni.
Málið hefur vakið mikla athygli en Eto'o átti glæstan feril sem leikmaður en hefur virkað í miklu ójafnvægi í Katar.
Atvikið er hér að neðan.
Samuel Eto'o menendang seseorang dengan sangat keras di akhir laga antara Brasil dan Korea.
— GOAL Indonesia (@GOAL_ID) December 6, 2022
Kira-kira apa yang membuat Eto'o emosi seperti itu yah?
🎥: @LaOpinionLApic.twitter.com/PuTbzSaXSo