Sir Nick Faldo, goð­sögn í sögu golf­í­þróttarinnar komst við í gær þegar að hann sagði skilið við starf sitt sem sér­fræðingur hjá banda­rísku sjón­varps­stöðinni CBS. Þar með lauk löngum ferli hans í tengslum við golfíþróttina.

Faldo, sem vann á sínum tíma sex risa­mót sem at­vinnu­kylfingur, hefur undan­farin 16 ár starfað sem sér­fræðingur CBS í tengslum við stærstu golf­mótaraðir í heimi en í gær var komið að kafla­skilum. Sam­starfs­menn hans hjá CBS jusu Faldo lofi.

,,Þú hefur orðið besti kylfingur í heimi í tví­gang og það er magnaður árangur vinur minn," sagði Jim Nantz, kollegi Faldo hjá CBS. ,,Þú gerðir það með húmor, auð­mýkt og mann­legt eðli að vopni. Þá er hægt að segja að þú standir öðrum framar þegar kemur að sér­fræðings­hlut­verkinu í sjón­varpi. Megi komandi ár vera þér gæfu­rík vinur."

Við þetta hrós byrjuðu tárin að streyma niður kinnar Faldo sem þakkaði fyrir sig og beindi ljúfum orðum í áttina að kollegum sínum á CBS, þeim Jim Nantz, Frank Nobilo og Ian Baker Finch.

,,Ég er einka­barn en nú, 65 ára að aldri, hef ég eignast þrjá bræður. Þakka ykkur öllum."