Micah Richards hefur slegið í gegn sem sérfræðingur í kringum ensku úrvalsdeildina á Sky Sports á tímabilinu. Richards var á sínum tíma talinn með efnilegri leikmönnum Englands en hann átti erfitt með að ráða við frægðina og framann sem fylgdi því að vera efnilegur leikmaður. Peningarnir sem því fylgdu stigu honum til höfuðs.

Richards lék sinn fyrsta úrvalsdeildarleik með Manchester City aðeins 17 ára gamall og varð fljótt orðinn reglulegur byrjunarliðsmaður hjá liðinu og þá komst hann í kynni við enska landsliðið 18 ára gamall.

En síðan fór allt að fara á verri veg eins og Richards lýsir sjálfur í viðtali hjá The Athletic. Til mikils var ætlast af þessum unga leikmanni og honum var oftar en ekki líkt við marga af bestu varnarmönnum sem England hafði átt, eftir góða byrjun hjá Manchester City ákvað félagið að bjóða honum betri samning þar sem laun hans hækkuðu gífurlega og urðu 50 þúsund pund á viku.

Richards, aðeins 18 ára gamall, átti erfitt með að ná tökum á lífstílnum sem því fylgdi að þéna svona mikið. Hann keypti sér nokkrar Ferrari bifreiðar, eyddi stórum fjárhæðum á næturlífinu með vinum sínum. Fókusinn hjá þessum unga leikmanni var kominn annað en á knattspyrnuna.

Fréttablaðið/GettyImages

Tímabilið 2011-2012 tryggði Sergio Aguero, Manchester City sigur í ensku úrvalsdeildinni með marki í uppbótartíma gegn QPR í lokaumferð leiktíðarinnar. Richards horfði á leikinn frá bekknum. Ferill hans komst aldrei almennilega á flug og hann stóðst ekki undir væntingunum sem gerðar voru til hans.

,,Ég lagði hart að mér á æfingum, það lagði enginn annar harðar að sér en var lífstíll minn sá besti sem ég hefði getað valið mér? Ef ég á að vera hreinskilinn þá var hann það ekki," sagði Richards í samtali við The Athletic.

Hann telur aldur sinn þegar að sem mesta athygli var á honum hafa skipt máli.

,,Ímyndaði þér að fara frá 500 pundum á viku upp í 5 þúsund pund og úr 5 þúsund pundum upp í 50 þúsund pund og bónusar ofan á það...Ég fór strax og keypti mér Ferrari. Fyrir það átti ég Range Rover og Aston Martin en ég taldi það ekki nóg. Fór og keypti mér Ferrari F430 og síðan 458 Speciale."

Þá eyddi hann yfir 150 þúsund dollurum eytt kvöldið á djamminu í New York þar sem hann keypti meðal annars kampavínsflösku sem kostaði 100 þúsund dollara. Það var eftir þetta kvöld sem Richards áttaði sig á því að hann gæti ekki haldið svona áfram.

,,Ég spyr mig oft að því hvort ég hefði gert allt sem í mínu valdi stendur til þess að snúa þessu við. Koma ferlinum á flug aftur," hann segir að svarið sé nei.

Viðtalið við Micah Richards í heild sinni má lesa hér.