Sport

Rebekka Rut fyrsti ís­­lenski bolta­berinn á HM

​Rebekka Rut Harðardóttir er 12 ára Árbæingur sem verður fyrsti íslenski boltaberinn á Heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Rebekka verður boltaberi á leik Íslands og Argentínu, sem er fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í keppninni.

Rebekka fer til Rússlands næsta föstudag með föður sínum Herði Valssyni og mun vera boltaberi á leik Íslands og Argentínu, sem er fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í keppninni. Aðsend mynd

Rebekka Rut Harðardóttir er 12 ára Árbæingur sem verður fyrsti íslenski boltaberinn á Heimsmeistarakeppninni í fótbolta sem hefst á morgun.

Rebekka æfir fótbolta með Fylki í Árbænum og elskar fótbolta. Hún fer til Rússlands næsta föstudag með föður sínum Herði Valssyni og mun vera boltaberi á leik Íslands og Argentínu, sem er fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu í keppninni.  

Af hverju ákvaðstu að taka þátt í keppninni?

„Ég heyrði að það væri möguleiki að hitta alla þessa frægu fótboltamenn og ákvað bara að taka af skarið,“ segir Rebekka í samtali í Fréttablaðið og sagðist mjög spennt að fara til Rússlands.

Rebekka var valin úr hópi 300 barna sem sóttu um að vera Boltaberi Kia. Komust tíu krakkar áfram í lokaúrslit í þáttunum Söguboltanum á RÚV og var síðan sigurvegarinn kynntur í þættinum Áfram Ísland á RÚV.

Rebekka æfir fótbolta með Fylki í Árbænum og elskar fótbolta. Hún er spennt að fara til Rússlands á föstudaginn. Aðsend mynd

KIA Motors eru samstarfsaðilar FIFA og fékk bílaumboðið Askja það verkefni að útnefna boltabera fyrir leik Íslands og Argentínu. 

Börnum sem fædd eru á árunum 2004 til 2007 var boðið að senda inn myndbönd þar sem þau sýndu ástríðu sína fyrir fótbolta. Síðar valdi dómnefnd 30 myndbönd sem komust í undanúrslit. Af þeim voru valin tíu myndbönd í úrslitakeppni. 

Að lokum var haldin lokakeppni þar sem börnin sem áttu myndbönd sem valin höfðu verið framkvæmdu ýmsar þrautir, líkt og að sýna hæfni sína sem íþróttalýsendur.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Boateng til Barcelona

Sport

NFL-stjarna kíkti á Gullfoss

Handbolti

Fyrsta tap Kristjáns kom gegn Noregi

Auglýsing

Nýjast

„Ekki hægt að biðja um betri byrjun“

Elín Metta með tíu landsliðsmörk

Elín Metta á skotskónum á Spáni

Veðja aftur á varaliðsþjálfara Dortmund

Hilmar hafnaði í 20. sæti

Matthías færir sig um set í Noregi

Auglýsing