Spænska knattspyrnustórveldið Real Madrid er að tryggja sér þjónustu hins 16 ára gamla Endrick, leikmann Palmeiras sem er lýst sem vonarstjörnu brasilíska landsliðsins í knattspyrnu.

Nýjustu fregnir herma að Real Madrid hafi haft betur gegn stórliðum á borð við Barcelona, Paris Saint-Germain og Chelsea sem vildu öll semja við Endrick. Hann mun skrifa undir langtímasamning við félagið en mun þó ekki færa sig um set til Spánar fyrr en sumarið 2024.

Real Madrid, Palmeiras og Endrick hafa náð munnlegu samkomulagi eftir því sem félagsskiptasérfræðingurinn Fabrizio Romano greinir frá.

Real Madrid mun greiða Palmeiras 60 milljónir evra fyrir Endrick.