Real Madrid virðist hafa unnið kapp­hlaupið um austur­ríska lands­liðs­manninn David Alaba hjá Bayern Munchen. Samningur Alaba rennur út í sumar og hefur hann sjálfur gefið það út að hann ætli að róa á önnur mið.

Sky Sports í Þýska­landi greinir frá því að Alaba hafi sam­þykkt fimm ára samning við spænska stór­veldið og hann verði kynntur til leiks innan fárra vikna.

Alaba er 28 ára gamall og hefur hann verið í her­búðum Bayern frá árinu 2008. Hann hefur leikið yfir 400 leiki með Þýska­land­smeisturunum sem hafa verið afar sigur­sælir á undan­förnum árum. Hann hefur unnið deildina níu sinnum, bikar­keppnina sex sinnum og Meistara­deild Evrópu í tví­gang.