Enska knattspyrnusambandið féllst síðdegis í dag á áfrýjun Tottenham Hotspur á rauða spjaldi suður-kóreska framherjans Son Heung-min sem hann fékk í leik gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni um síðustu helgi.

Son tæklaði André Gomes sem varð til þess að hann bæði ökklabrotnaði og sleit liðband í ökkla. Gomes undirgekkst aðgerð vegna meiðsla sinna í gær og var Portúgalinn útskrifaður af sjúkrahúsi í dag.

Fallist var rök Tottenham Hotspur sem voru á þá leið að tækling Son hafi ekki verið gróf og ekki valdið fótbrotinu ein og sér. Son getur tekið þátt í næstu leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni sem eru gegn Sheffield United, Bournemouth og West Ham United.

Suður-Kóruemaðurinn var eyðilagður eftir tæklinguna en ferðaðist þó með liðinu til Belgrad. Tottenham Hotspur mætir þar Rauðu Stjörnunni í fjórðu umferð í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu annað kvöld.