Sara segir frá þessu í nýrri færslu á Instagram. Þessi öfluga kona er að koma til baka eftir erfið meiðsli.

Sara hefur ekkert slakað á í meiðslunum og hefur undanfarið æft af fullum krafti.

„Ég var með markmið um að vera með 100 sentímetra rass, það tókst. Rassinn á mér hefur stækkað um fjóra sentímetra og lærin um 3,5 sentímetra," sagði Sara í færslu sinni á Instagram.

„Ég mæli rassinn með því að setja málband utan um mig. Þetta er bara til þess að sjá hvernig ég er að nærast, ég lofa.“

Sara hefur verið í fremstu röð í CrossFit heiminum undanfarin ár og stefnir á að komast þangað fljótt aftur eftir meiðslin.