Með því er ljóst að Rashford missir af fyrstu vikum tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni sem hefst á ný eftir tvær vikur.

Rashford hefur undanfarna mánuði glímt við meiðsli í öxl en ekki misst úr leik með Manchester United né enska landsliðinu.

Kemur fram í tilkynningu frá félaginu að ákvörðun hafi verið tekin í samstarfi við læknateymi félagsins, Ole Gunnar Solskjaer og Rashford um að þetta sé farsælasta lausnin.

Hann verður því fjarverandi þegar Manchester United mætir Leeds í fyrstu umferð þann 14. ágúst næstkomandi og missir líklegast af fyrstu mánuðum tímabilsins.