Mál ís­­lenska knatt­­spyrnu­­mannsins Gylfa Þórs Sigurðs­­sonar, sem var í júlí árið 2021 hand­­tekinn, grunaður um kyn­­ferðis­brot gegn ó­­lög­ráða ein­stak­lingi, er komið inn á borð Sak­­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar. Þetta stað­­festir tals­maður em­bættisins í svari við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

,,Við fengum í hendurnar gögn frá lög­reglunni á Grea­ter Manchester svæðinu þann 31. janúar síðast­liðinn í kjöl­far rann­sóknar hennar á á­sökunum um ítrekuð kyn­ferðis­brot. Við erum þessa stundina að leggja mat á gögnin í sam­ræmi við okkar ferli," segir í svari talsmanns Sak­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Það er nú í höndum saksóknaraem­bættisins að á­kvarða næstu skref, hvort á­kært verði í málinu eða það fellt niður.

Ekki sé hægt að segja til um ná­kvæman tíma­ramma á því hve­nær næstu skref í málinu verði á­kveðin. Að mati em­bættisins er ekki skyn­sam­legt að tjá sig frekar á þessu stigi málsins.

Þegar á­kvörðun er tekin um hvort á­kæra eigi í saka­máli eða ekki, verða lög­fræðingar sak­sóknara­em­bættisins að fylgja sér reglu­verki fyrir ríkis­sak­sóknara.

,,Þetta þýðir að til að á­kæra ein­hvern fyrir refsi­verðan verknað verða sak­sóknarar að ganga úr skugga um að nægar sannanir séu fyrir hendi til að gefa raun­hæfar líkur á sak­fellingu og að á­kæra sé í þágu al­manna­hags­muna," segir í svari sak­sóknara­em­bættisins við fyrir­spurn Frétta­blaðsins.

Embættið vildi ekki svara því hversu margir hefðu verið yfirheyrðir í tengslum við málið og taldi á þessum tímapunkti ekki ráðlagt að tjá sig frekar um það.

Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá því skömmu eftir hand­töku þann 16. júlí á síðasta ári og hefur það fyrir­komu­lag verið fram­lengt nokkrum sinnum.

Tíma­línan í málinu:

16.júlí 2021: Gylfi Þór hand­tekinn í Manchester

Föstu­daginn 16. júlí var Gylfi hand­tekinn af lög­reglunni í Manchester vegna gruns um kyn­ferðis­brot gegn ó­lög­ráða ein­stak­lingi. Eftir skýrslu­töku hjá lög­reglunni var Gylfi látinn laus gegn tryggingu.

17.júlí 2021: Sam­fé­lags­miðlar byrja að slúðra

Net­verjar ýja að því á sam­fé­lags­miðlum að Gylfi Þór Sigurðs­son hafi verið hand­tekinn af lög­reglunni í Manchester vegna gruns um kyn­ferðis­brot gegn barni. Hús­leit hafi verið gerð á heimili Gylfa Þórs sam­hliða hand­tökunni. Gylfi Þór lék ekki með E­ver­ton í æfinga­leik þá helgi.

Gylfi í leik með Everton

19.júlí 2021: Settur í leyfi hjá fé­lags­liði sínu, E­ver­ton

E­ver­ton stað­festir að leik­maður liðsins hafi verið settur í ó­tíma­bundið leyfi hjá fé­laginu vegna lög­reglu­rann­sóknar. Skömmu síðar greinir E­ver­ton frá því að um sé að ræða 31 árs gamlan leik­mann liðsins. Hringurinn þrengdist síðan enn frekar þegar Fabian Delph sagði að hann væri ekki um­ræddur leik­maður. Þá var Gylfi eini leik­maðurinn sem gat komið til greina í leik­manna­hópi liðsins.

20. júlí 2021: Nafnið birt í ís­lenskum fjöl­miðlum

Ís­lenskir fjöl­miðlar segja frá því að Gylfi Þór sé til rann­sóknar hjá lög­reglunni í Manchester vegna kyn­ferðis­brots gegn barni. Gylfi Þór hefur ekkert tjáð sig um á­sakanir í sinn garð. Breskir fjöl­miðlar vitna í þá ís­lensku hvað nafn­greininguna varðar.

11.ágúst 2021: Málið enn­þá til rann­sóknar

Lög­reglan í Manchester stað­festir að mál Gylfa Þórs sé enn til rann­sóknar hjá em­bættinu. Rætt hafði verið um að hann myndi mæta fyrir dómara 12. eða 13. ágúst en ekkert varð úr því. Næsta dag­setning í málinu er þá 16. októ­ber.

25. ágúst 2021: Ekki í lands­liðs­hópnum

Arnar Þór Viðars­son, lands­liðs­þjálfari ís­lenska karla­lands­liðsins og Eiður Smári Guð­john­sen, þá­verandi að­stoðar­þjálfari lands­liðsins, til­kynna lands­liðs­hóp sinn fyrir komandi leiki í undan­keppni HM 2022. Gylfi Þór er ekki í leik­manna­hópnum og Arnar Þór segist ekki hafa rætt við Gylfa síðan hann var hand­tekinn. Á fimmtu­daginn síðast­liðinn var svo sömu sögu að segja. Gylfi Þór var ekki valinn í næstu leiki liðsins gegn Armeníu og Liechten­stein .

11.septem­ber 2021: Ekki í hópnum hjá E­ver­ton

E­ver­ton sendir frá sér stað­festingu á leik­manna­hópi liðsins fyrir komandi keppnis­tímabil í ensku úr­vals­deildinni 1. septem­ber og var hópurinn birtur á vef­síðu fé­lagsins laugar­daginn 11. septem­ber. Þar er nafn Gylfa Þórs ekki að finna á meðal leik­manna í hópi liðsins. Þar af leiðandi lá fyrir að hann myndi ekki spila með fé­lags­liði sínu fyrr en í upp­hafi næsta árs í fyrsta lagi. Nú hefur hins vegar komið í ljós að hann muni ekki spila aftur fyrir E­ver­ton þar sem að samningur hans við fé­lagið rennur út í sumar.

Á þessum tíma­punkti var búið að gefa það út að Gylfi Þór væri laus gegn tryggingu til 16. októ­ber en talið var að málið yrði tekið fyrir hjá dómara þann daginn, eða til­kynnt að málið hafi verið leyst utan dóm­stóla.

14.októ­ber 2021: Á­fram laus gegn tryggingu

Á þessum tíma­punkti var það gefið út að Gylfi yrði á­fram laus gegn tryggingu og þannig hefur málið þróast undan­farna mánuði. Beðið hefur verið niður­stöðu en þegar kemur að þeirri dag­setningu sem gefin hefur verið út að á­kvörðun verði tekin í málinu er gefið leyfi fyrir því að Gylfi verði á­fram laus gegn tryggingu.

20.janúar 2022: Fram­lengt

Þann 20. janúar fyrr á þessu ári kom fram í svörum lög­­reglunnar í Manchester við fyrispurn Frétta­blaðsins að Gylfi yrði á­fram laus gegn tryggingu til 17. apríl næst­komandi. Fyrir­­komu­lagið hefur nú verið fram­lengt fjórum sinnum en það var fyrst fram­lengt í ágúst, síðan í októ­ber og svo í janúar.

17.apríl 2022: Aftur fram­lengt

Til­kynnt var að Gylfi Þór yrði á­fram laus gegn tryggingu þar til í júlí þetta var í þriðja sinn sem tryggingu er fram­lengt yfir Gylfa eftir að hann var hand­tekinn í júlí í fyrra.

1.júlí 2022: Án samnings

Samningur Gylfa Þórs við enska úr­vals­deildar­fé­lagið E­ver­ton rann sitt skeið. Hann er nú án fé­lags.

16.júlí 2022: Ár frá hand­töku

Lítið var um svör á þessum tíma­punkti og var enn. Gylfi hefur verið laus gegn tryggingu frá því skömmu eftir hand­töku þann 16 júlí á síðasta ári og nýjustu vendingar í málinu hefðu átt að verða ljósar á þessum tíma­punkti eftir því sem lög­reglan á Grea­ter Manchester svæðinu hafði gefið út.

14. október 2022: Lögreglan heldur spilunum þétt að sér

Tals­maður Lög­reglunnar í Grea­ter Manchester segir, í svari við skrif­legri fyrir­spurn Frétta­blaðsins, að engar nýjar upp­lýsingar liggja fyrir um stöðu mála hjá Gylfa Þór Sigurðs­syni en þarna höfðu 455 dagar liðið síðan hann var hand­tekinn í Bretlandi.

27. október 2022: Faðir Gylfa tjáir sig

Sigurður Aðal­steins­son, faðir Gylfa Þórs, tjáir sig í samtali við Fréttablaðið og segir að það geti ekki gengið í réttarríki að menn séu látnir dúsa í eitt og hálft ár erlendis án dóms og laga.

Staðan núna:

Nú er beðið eftir á­kvörðun Sak­sóknara­em­bættis bresku krúnunnar sem á endanum á­kveður hvort á­kæra eigi í málinu eða láta það niður falla.