Forráðamenn Manchester United eru að kanna stöðuna hvað það varðar að bæta Ruben Neves, leikmanni Wolves og Boubacar Kamara, sem leikur með franska liðinu Marseille, við leikmannahóp sinn í janúra.

Newcastle United og Roma eru einnig með Kamara, sem rennur úti á samningi hjá Marseille næsta sumar, á radar sínum. Neves er hins vegar samningsbundinn Úlfunum til ársins 2024.

Miðjumenn Manchester United, Scott McTominay og Nemanja Matic, voru harðlega gagnrýndir í enskum fjölmiðlum fyrir frammistöðu sína í tapi liðsins gegn Wolves í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Þá sérstaklega Matic en Jamie Redknapp, sparkspekingur á Skysports, telur að serbneski miðvallarleikmaðurinn henti afar illa í það 1-4-2-2-2-leikkerfið sem Ralf Rangnick vill spila.