Ralf, Rangnick, knattspyrnustjóri karlaliðs Manchester United í fótbolta, er þessa dagana í leit að aðstoðarmanni.

Enskir fjölmiðlar telja að Rangnick muni leita til þjálfara sem hann þekkir vel eftir samstarf hjá Red-Bull liðunum.

Annars vegar hefur nafn Austurríkismannsins Gerhard Struber, þjálfara New York Red Bulls í MLS-deildinni í Bandaríkjunum, borið á góðma. Rangnick var yfirmaður íþróttamála hjá Red Bull þegar Stuber þjálfaði Salzburg.

Hins vegar er það svo Bandaríkjamaðurinn Jesse Marsch, sem var á dögunum látinn taka pokann sinn hjá þýska efstudeildarliðinu RB Leipzig eftir fjóra mánuði sem knattspyrnustjóri hjá félaginu.

March var aðstoðarmaður Rangnick í eitt ár hjá RB Leipzig en áður en March tók við stjórnartaumunum hjá RB Leipzig stýrði hann Red Bull Salzburg í Austurríki.