Valur hefur samið við Dominique Rambo um að leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta það sem eftir lifir keppnistímabilsins. 

Dominique er ætlað að fylla í skarð Kendall Lamont í stöðu leikstjórnanda hjá liðinu, en Kendall samdi við franska A-deild­arliðið Gra­vel­ines-Dun­kerque skömmu eftir áramót.

Kendall lék átta leiki fyrir Val eftir að hann gekk til liðs við félagið í nóvember, en hann var stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Domino's-deildarinnar þann tíma sem hann lék hér á landi.

Hann skoraði rúm 30 stig að meðaltali og gaf níu stoðsendingar og það er ljóst að Dominique bíður verðugt verkefni að fylla skarð Kendall. Dominique spilaði síðast í Sviss.