Körfubolti

Rambo leysir Kendall af hólmi hjá Val

Karlalið Vals í körfubolta hefur fundið eftirmann Kendall Lamont sem lék með liðinu við góðan orðstír um skammt skeið á yfirstandandi leiktíð.

Dominique Rambo nýjasti leikmaður Valsliðsins.

Valur hefur samið við Dominique Rambo um að leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta það sem eftir lifir keppnistímabilsins. 

Dominique er ætlað að fylla í skarð Kendall Lamont í stöðu leikstjórnanda hjá liðinu, en Kendall samdi við franska A-deild­arliðið Gra­vel­ines-Dun­kerque skömmu eftir áramót.

Kendall lék átta leiki fyrir Val eftir að hann gekk til liðs við félagið í nóvember, en hann var stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Domino's-deildarinnar þann tíma sem hann lék hér á landi.

Hann skoraði rúm 30 stig að meðaltali og gaf níu stoðsendingar og það er ljóst að Dominique bíður verðugt verkefni að fylla skarð Kendall. Dominique spilaði síðast í Sviss.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Körfubolti

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Körfubolti

Danielle fór á kostum í sigri Stjörnunnar

Auglýsing

Nýjast

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Lokapróf koma í veg fyrir að Agla María fari með til Suður-Kóreu

Fimm breytingar á hópnum sem fer til Suður-Kóreu

Auglýsing