Körfubolti

Rambo leysir Kendall af hólmi hjá Val

Karlalið Vals í körfubolta hefur fundið eftirmann Kendall Lamont sem lék með liðinu við góðan orðstír um skammt skeið á yfirstandandi leiktíð.

Dominique Rambo nýjasti leikmaður Valsliðsins.

Valur hefur samið við Dominique Rambo um að leika með liðinu í Dominos-deild karla í körfubolta það sem eftir lifir keppnistímabilsins. 

Dominique er ætlað að fylla í skarð Kendall Lamont í stöðu leikstjórnanda hjá liðinu, en Kendall samdi við franska A-deild­arliðið Gra­vel­ines-Dun­kerque skömmu eftir áramót.

Kendall lék átta leiki fyrir Val eftir að hann gekk til liðs við félagið í nóvember, en hann var stiga- og stoðsendingahæsti leikmaður Domino's-deildarinnar þann tíma sem hann lék hér á landi.

Hann skoraði rúm 30 stig að meðaltali og gaf níu stoðsendingar og það er ljóst að Dominique bíður verðugt verkefni að fylla skarð Kendall. Dominique spilaði síðast í Sviss.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Keflavík lagði nágranna sína að velli

Körfubolti

ÍR vann afar öruggan sigur gegn Breiðabliki

Körfubolti

Unnu síðustu sex mínúturnar 22-0

Auglýsing

Nýjast

Frakkar reyndust númeri of stórir fyrir Ísland

Winks bjargaði Tottenham gegn Fulham

Hannes Þór með veglegt tilboð frá Valsmönnum

City með öruggan sigur á Huddersfield

Haukur og Óðinn koma inn í liðið

Aron og Arnór verða ekki með í kvöld

Auglýsing