Portúgalska knatt­spyrnu­stjarnan Cristiano Ron­aldo er byrjaður að láta færa eigur sínar frá Manchester­borg og yfir til heima­landsins Portúgal. The Sun segir al­menning í Lisabon hafa rekið upp stór augu er bíla­floti Ron­aldo mætti á götur borgarinnar.

Ron­aldo er nú án fé­lags eftir að hann og Manchester United komust að sam­komu­lagi um að binda enda á samning sín á milli.

Leik­maðurinn gerði allt vit­laust með um­deildu við­tali sem hann bað um og fór í hjá breska fjöl­miðla­manninum Pi­ers Morgan.

Ron­aldo sagði farir sínar ekki sléttar hjá Manchester United þar sem hann væri gerður að svörtum sauð. Þá sagðist hann ekki bera virðingu fyrir knatt­spyrnu­stjóra fé­lagsins, Hollendingnum Erik ten Hag því hann bæri ekki virðingu fyrir honum.

Hluti bíla­flota Ron­aldos er mættur á götur Lisabon í Portúgal, þar á meðal Ca­dillac Es­cala­de sem og Bentl­ey Flying Spur bif­reiðarnar.

Ron­aldo er nú á Heims­meistara­mótinu í knatt­spyrnu með portúgalska lands­liðinu en mótið fer fram í Katar þessa dagana.

Óvíst er á þessari stundu hvað tekur við hjá Ronaldo eftir heimsmeistaramótið en hann er þessa dagana orðaður við félag í Sádi-Arabíu.

Hluti bílaflota Ronaldo er mættur til Portúgal
Mynd: Skjáskot/Zed Jameston