Rakel Hönnudóttir, leikmaður kvennaliðs Breiðabliks í knattspyrnu, er barnshafandi og mun þar af leiðandi ekki leika með ríkjandi Íslandsmeisturum í sumar.

Rakel greinir frá þessu í færslu á Instagram-síðu sinni. Þessi 32 ára miðvallarleikmaður lagði ladnsliðsskóna á hilluna eftir að hafa átt í því að koma íslenska liðinu á lokamót EM 2022 undir lok síðasta árs.

Hún lék 103 A-lands­leiki á landsliðsferli sínum og skoraði í þeim leikjum níu mörk. Rakel gekk til liðs við Breiðablik á nýjan leik árið 2019 eftir að hafa leikið með enska úrvalsdeildarliðinu Rea­ding.