Fótbolti

Rakel búin að opna markareikning

Rakel Hönnudóttir er komin á blað með enska liðinu Reading en hún skoraði tvö mörk fyrir liðið í stórsigri í ensku bikarkeppninni í knattspyrnu kvenna.

Rakel Hönnudóttir í leik með Reading. Mynd/Reading

Rakel Hönnu­dótt­ir landsliðskona í knattspyrnu skoraði tvö marka Rea­ding þegar liðið valtaði yfir Keyns­ham Town 13-0 í 32-liða úr­slit­um enska bik­ars­ins í knatt­spyrnu kvenna í gær. 

Rakel hóf leikinn á varamannabekk Reading, en kom inná eftir rúmlega klukkutíma leik og skoraði fyrstu tvö mörk sín fyrir liðið. 

Hún gekk til liðs við félagið í janúar síðastiðnum eftir að hafa leikið með sænska liðinu Limhamn Bunkeflo undanfarin ár. 

Þetta var annar leikur Rakelar síðan hún söðlaði um frá Svíþjóð til Englands. 

Reading situr í sjötta sæti ensku úrvalsdeildarinnar þegar liðið hefur leikið 13 leiki af þeim 20 umferðum sem leiknar eru í deildinni. 

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Klopp mætir Bayern München í 30. sinn

Fótbolti

Firmino tæpur vegna veikinda

Fótbolti

Mourinho vill þjálfa í Frakklandi

Auglýsing

Nýjast

Man.Utd sækir Úlfana heim

Valur tryggði sér sæti í undanúrslitum

Pogba allt í öllu í sigri Man.Utd

Fram fyrsta liðið í undanúrslit

Unnur Tara með trosnað krossband

Þórsarar kærðu úrslit leiksins

Auglýsing