Golf

Ragnhildur valin nýliði ársins

Ragnhildur Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, hlaut í gær nafnbótina nýliði ársins í Ohio Valley Conference í bandaríska háskólagolfinu. Ragnhildur spilar golf fyrir Eastern Kentucky háskólann.

Ragnhildur Kristinsdóttir er að gera það gott í Bandaríkjunum. Mynd/GSÍ

Ragnhildur Kristinsdóttir, kylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, var kjörin nýliði ársins í Ohio Valley Conference í bandaríska háskólagolfinu í gær. Þetta kemur fram í frétt á golf.is.

Ragnhildur spilar golf fyrir Eastern Kentucky háskólann, en hún hefur fjórum sinnum enda í topp tíu á þeim mótum sem hún hefur tekið þátt á þessu ári. Þar af hefur hún endaði í efstu fimm sætunum þrisvar sinnum og borið sigur úr býtum einu sinni.

Ragnhildur fór með sigur af hómi á Pinehurst Intercollegiate, sem fór fram í mars fyrr á þessu ári. Þá var Ragnhildur með 15. besta meðalskorið í Ohio Valley Conference, en hún var með meðalskor upp á 77,8 högg að meðaltali.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Golf

Valdís Þóra lauk leik á sínum besta hring

Golf

Valdís Þóra hefur ekki náð sér á strik í Abú Dabí

Golf

Tímabilið hefst hjá Valdísi Þóru

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Auglýsing