Þrír Íslendingar eru að keppa á mótinu á þessu ári en sigurvegari mótsins fær þátttökurétt á fjórum risamótum. Þetta er sterkasta áhugamannamót heims í kvennaflokki.

Keppnisfyrirkomulagið er með þeim hætti að leiknar eru 36 holur með höggleiksfyrirkomulagi – 64 efstu kylfingarnir komast áfram í næstu umferð þar sem að holukeppni tekur við. Í holukeppninni eru leiknar 18 holur í hverri umferð en úrslitaleikurinn er 36 holur.

Ragnhildur lék frábærlega á öðrum degi mótsins og kom í hús á sjö höggum undir pari eftir að hafa leikið fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari.