Ekkert verður úr því að Mariam Eradze leiki fyrstu leiki sína fyrir Íslands hönd á æfingarmótinu í Póllandi eftir að hún neyddist til að draga sig úr landsliðshópnum vegna meiðsla. Ragnheiður Júlíusdóttir tekur stað hennar.

Tilkynning um þetta er birt á heimasíðu HSÍ í dag, degi áður en liðið heldur út til Póllands.

Elín Jóna Þorsteinsdóttir og Mariam sem leikur með Toulon í Frakklandi oru nýliðarnir í hópnum sem Axel valdi en nú er ljóst að Mariam getur ekki gefið kost á sér.

Ísland leikur gegn Póllandi, Angóla og Slóvakíu um helgina en þetta mót er liður í undirbúningi landsliðsins fyrir umspilsleikina þar sem sæti á HM verður í boði.