Íslenski boltinn

Ragn­heiður í­hugar fram­boð til formanns KSÍ

Ragnheiður Ríkharðsdóttir tilkynnti á Facebook í kvöld að hún íhugi framboð til formanns KSÍ.

Ragnheiður segir í samtali við Fréttablaðið að tilkynning hennar á Facebook sé ekki grín Fréttablaðið/Vilhelm

Ragnheiður Ríkharðsdóttir, fyrrverandi alþingiskona, íhugar að bjóða sig fram til formanns KSÍ. Greint var fyrst frá á vef fotbolti.net.

„Ég er að velta þessu fyrir mér. Þetta er ekki grín. Það þarf að senda inn tilkynningu að minnsta kosti hálfum mánuði fyrir þingið sem er 15. febrúar þannig ég er að kanna baklandið og velta málum fyrir mér,“ segir Ragnheiður í samtali við Fréttablaðið í kvöld.  

Ragnheiður greindi frá þessu á Facebook í kvöld og segir þar að hún hafi mikla stjórnunarreynslu, reynslu af félagsmálum og að hún sé mikil áhugamanneskja um knattspyrnu og hafi verið það frá barnsaldri og telji að sú reynsla gæti nýst henni í starfinu. 

Áður hefur Geir Þorsteinsson tilkynnt um framboð sitt gegn Guðna Bergssyni sem hefur verið formaður félagins síðastliðin tvö ár. 

Sjá einnig: Geir gefur kost á sér til formanns KSÍ

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Guðni hissa á ákvörðun Geirs

Íslenski boltinn

„Veit að ég er rétti maðurinn til að gera breytingar“

Íslenski boltinn

Geir gefur kost á sér til formanns KSÍ

Auglýsing

Nýjast

Vals­konur komnar í topp­sæti deildarinnar

Pogba dreymir um að spila fyrir Real einn daginn

Fylkir semur við eistneskan landsliðsmann

Sky velur Gylfa í úr­vals­lið tíma­bilsins til þessa

Körfu­bolta­lands­liðin á­fram í Errea næstu þrjú árin

Vildu gefa Söru Björk frí til að safna kröftum

Auglýsing