Keppnislið Íslands í Hjólaskautaati, Ragnarök, blæs um helgina til þriðja þríhöfðans hér á landi. Í þetta sinn eru mótherjarnir Aalborg Roller Derby frá Danmörku og Breska liðið North Devon.

Leikirnir fara fram í Víkinni, íþróttasal Víkings í Fossvoginum, og hefjast klukkan 11.00 laugardaginn 23. Febrúar. 

Bæði er hægt að kaupa sig inn á einn leik og allt mótið og er frítt fyrir 10 ára og yngri svo öll fjölskyldan getur farið saman. Hér er því á ferð sannkölluð hjólaskautabomba. 

Roller Derby Ísland var stofnað árið 2011 og Ragnarök var komið á fót stuttu seinna sem ferðalið félagsins. Einnig er félagið með landslið sem var Íslandi til sóma á heimsmeistaramóti í hjólaskautaati í Manchester árið 2018. 

Þar fór Bandaríkin fóru með sigur af hólmi. Íþróttin er alveg sér á báti en líkist helst amerískum fótbolta eða rúgbý nema án boltans.  

Facebook viðburðinn fyrir mótið má finna hér að neðan: https://www.facebook.com/events/2131877727126113/ 

Tix.is linkur þar sem hægt er að kaupa miða á viðburðinn er svo hér að neðan: https://tix.is/en/event/7539/roller-derby-/?fbclid=IwAR1WEOKZJ-JnnveyrfKub9idzKEtNguvQg-1wrw_n533Bz8DaX71x2uayIY