Ragnar Sigurðsson verður ekki með íslenska karlalandsliðinu í knattspyrnu í komandi vináttulandsleikjun liðsins, af persónulegum ástæðum.

Ragnar hefur þegar yfirgefið leikmannahópinn sem staddur er í Dallas í Bandaríkjunum.

Ekki verður kallað á annan leikmann í hópinn fyrir leikinn við Mexíkó, sem fram fer á sunnudaginn kemur.

Ákvörðun varðandi hvort leikmönnum verður bætt við hópinn fyrir leikina við Færeyjar og Pólland verður tekin síðar.