Ragnar Sigurðsson verður í dag þriðji maðurinn sem nær 90. leikjum fyrir karlalandsliðið á eftir Rúnari Kristinssyni og Birki Má Sævarssyni

Miðvörðurinn er á sínum stað í vörn íslenska liðsins gegn Albaníu ytra þegar flautað verður til leiks klukkan 18:45 á eftir.

Ragnar lék fyrsta leik sinn fyrir landsliðið árið 2007 og hefur verið fastamaður í liðinu undanfarin ár á gullaldartímabili íslenska landsliðsins.

Í leikjunum 89. til þessa hefur Ragnar skorað fimm mörk, þar af bæði mörk Íslands í 2-1 sigri á Tyrklandi í sumar.