Landsliðsmiðvörðurinn segir Erik Hamrén, fyrrum þjálfara karlalandsliðsins, þann besta sem hann hefur unnið með á ferlinum þegar hann svaraði spurningum aðdaenda á Instagram í gær.

Ragnar tilkynnti óvænt að hann væri hættur að leika með landsliðinu eftir HM 2018 en tók ákvörðun sína til baka og lék með landsliðinu undir stjórn Svíans Erik Hamrén.

Alls lék Ragnar átján leiki undir stjórn Eriks og virðist sá sænski hafa hitt í mark hjá Ragnari sem setti hann í efsta sæti yfir þá þjálfara sem hann hefur unnið með. Ragnar sagðist hafa unnið með mörgum góðum en Erik stæði upp úr í dag.

Þá greindi Árbæingurinn frá því að Kári Árnason væri í uppáhaldi þegar kæmi að því með hvaða miðverði honum þótti best að spila með og að Didier Drogba væri besti framherji sem hann hafi mætt á ferlinum.