Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu kemur saman til æfinga í kvöld en liðið mætir Frakklandi og Andorra í næstu leikjum sínum í undankeppni EM 2020 á föstudagskvöldið og svo mánudaginn kemur.

Ragnar Sigurðsson kemur til landsins með veikindi í farteskinu en hann var fjarri góðu gamni þegar lið hans, Rostov, mætti CSKA Mosku í rússnesku úrvalsdeildinni um helgina.

Hörður Björgvin Magnússon lék heldur ekki í leiknum vegna ökklameiðsla sinna en hann og Aron Einar Gunnarsson hafa neyðst til þessa draga sig út úr leikmannahópi liðsins vegna meiðsla.

Íslenska liðið fer á sína fyrstu æfingu í undirbúningi sínum fyrir komandi leiki í kvöld. Sú æfing verður opin fyrir ársmiðahafa að leikjum liðsins.