Körfuboltadeild Stjörnunnar hefur samið við Ragnar Nathanaelsson um að leika með félaginu á komandi keppnitímabili.

Ragnar lék með Haukum á síðustu leiktíð en þar að auki hefur hann leikið með Hamar, Þór Þorlákshöfn, Njarðvík og Val hérlendis og einnig í Svíþjóð og Spáni.

Hann hefur svo leikið 51 landsleik fyrir Ísland en Ragnar er einmitt staddur þessa stundina í Svartfjallalandi með liðsfélögum sínum hjá landsliðinu þar sem liðið leikur við heimamenn og Dani næstu dagana í undankeppni HM 2023.

Ragnar hefur einnig getið sér gott orð sem yngri flokka þjálfari og mun hann bætast við sterkt þjálfarateymi Stjörnunnar.