Danska úrvalsdeildarfélagið FC Köbenhavn hefur framlengt samning sinn við íslenska landsliðsmanninn Ragnar Sigurðsson. Áður hafði Ragnar sem kom til FC Köbenhavn frá rússneska félaginu Rostov í janúar fyrr á þessu ári gert tvo skammtímasamninga við félagið þegar upphaflegur samningur hans rann út fyrr í sumar.

Nú er orðið ljóst að Ragnar mun dvelja áfram í Kaupmannahöfn sem er að hans sögn orðin eins og heimaborg hans. „Ég nýt þess að spila fyrir FC Köbenhavn og stuðningsmenn liðsins. Þegar ég kom hingað stefndi ég að því að vinna mér inn langtímasamning, það tókst og ég er mjög sáttur," segir þessi 34 ára gamli varnarmaður í samtali við heimasíðu danska liðsins.

„Ragnar er reynslumikill leikmaður sem hefur sýnt það í verki hversu mikið hann langar til þess að spila með FC Köbenhavn á næsta keppnistímabili. Hann setur stefnuna á spila með Íslandi á Evrópumótinu næsta sumar þannig að ástríðan er enn til staðar," segir Ståle Solbakken, þjálfari liðsins um nýja samninginn.

View this post on Instagram

Giddy Up Again 🤍🦁💙

A post shared by @ sykurson on