Ragnar Sigurðsson kemst upp að hlið Eiðs Smára Guðjohsen í kvöld þegar Ragnar leikur sinn 88. landsleik.

Ragnar verður fimmti leikmaðurinn sem nær 88. landsleikjum fyrir karlalandsliðið.

Aðeins Rúnar Kristinsson (104), Birkir Már Sævarsson (90) og Hermann Hreiðarsson (89) hafa leikið fleiri leiki en Ragnar fyrir karlalandsliðið.

Ragnar lék fyrsta leik sinn fyrir íslenska landsliðið fyrir tólf árum síðan og hefur verið í lykilhlutverki í gullaldartímabili íslenska karlalandsliðsins.

Í þessum 87 leikjum til þessa hefur Ragnar skorað þrjú mörk, þar á meðal jöfnunarmarkið gegn Englendingum á Evrópumótinu 2016.