Ragnar Sigurðsson er eini fulltrúi Íslands með FCK þegar dregið verður í sextán liða úrslit Evrópudeildarinnar síðar í dag.

Árbæingurinn lék allan leikinn þegar danska félagið vann 3-1 sigur á Celtic á útivelli í gær og komst áfram á næsta stig keppninnar.

Á sama tíma féllu Íslendingaliðin APOEL, AZ Alkmaar og Malmö út í gær þar sem enginn Íslendingur kom við sögu.

Ragnar gæti mætt stórliðum á borð við Manchester United, Inter, Roma eða Bayer Leverkusen í næstu umferð þegar dregið verður í hádeginu.