Ragnar var án samnings eftir að samningur hans við Rukh Lviv í Úkraínu rann út á dögunum.

Hann er fjórði leikjahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 97 landsleiki.

Hann hefur verið hluti af gullaldarliði íslenska karlalandsliðsins sem komst á sín fyrstu stórmót og lék alla leiki Íslands á EM og HM.

Ragnar steig fyrstu skref sín í atvinnumennsku í Svíþjóð og hélt svo til Danmerkur þar sem hann lék með FC Köbenhavn við góðan orðstír.

Hann var svo ákveðinn frumkvöðull fyrir núverandi kynslóð íslenskra leikmanna þegar hann samdi við félag í Rússlandi árið 2014. Fljótlega fóru fleiri rússnesk lið að leita til Íslands eftir leikmönnum.

Eftir stutt stopp hjá Fulham fór Ragnar aftur til Rússlands og lék þar til á síðasta ári þegar Árbæingurinn sneri aftur til Kaupmannahafnar.

Ári síðar samdi Ragnar við Rukh Lviv í Úkraínu en hann kom aðeins við sögu í einum leik hjá félaginu.