Körfubolti

Raggi Nat og Ágúst sameinaðir á ný

Valur hefur krækt í miðherjann Ragnar Nathanaelsson. Þar endurnýjar hann kynnin við sinn gamla þjálfara.

Ragnar og Ágúst á Hlíðarenda. Mynd/Valur

Ragnar Ágúst Nathanaelsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við körfuknattleiksdeild Vals. Ragnar kemur til Vals frá Njarðvík sem hann lék með á síðasta tímabili. 

Hjá Val hittir Ragnar fyrir Ágúst Björgvinsson sem þjálfaði hann hjá Hamri í Hveragerði í fjögur ár.

„Ragnar er frábær viðbót við góðan og skemmtilegan hóp sem við erum búnir að byggja upp síðustu tímabil. Það verður spennandi fyrir mig að vera aftur með Ragga í liðinu mínu en við náðum virkilega vel saman þegar hann lék undir minni stjórn hjá Hamri á árunum 2007 til 2011. Þá steig hann sín fyrstu skref í úrvalsdeildinni,“ segir Ágúst í tilkynningu frá Val.

Ragnar hefur einnig leikið með Þór Þ., sænska liðinu Sundsvall Dragons og Arcos Albacete Basket og Cáceres Ciudad del Baloncesto á Spáni. Ragnar á að baki 38 leiki með A-landsliði Íslands og var í leikmannahópnum á Evrópumótinu í Berlín haustið 2015. 

„Ég er mjög spenntur að vera kominn í Val. Það eru spennandi tímar framundan og það verður gaman að taka þátt í þeirri uppbyggingu sem er að eiga sér stað á Hlíðarenda þessi misserin. Það eru hörku leikmenn í þessu liði og ég hlakka til að æfa með þeim og komast í takt með þeim. Það verður gott að hafa Gústa á hliðarlínunni hann þekkir mig mjög vel og það er mörgu leyti honum að þakka að ég spila körfubolta í dag. Ágúst getur hjálpað mér að spila aftur körfubolta af heilum hug. Heilt yfir er ég viss um að ég eigi eftir að hjálpa liðinu og við komum til með að vera erfiðir andstæðingar fyrir liðin í deildinni,“ segir Ragnar.

Valur endaði í 10. sæti Domino's deildarinnar í vetur.

Ragnar í búningi Vals. Mynd/Valur

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Körfubolti

Turan fær væna sekt fyrir líkamsárás

Körfubolti

Keflavík og Stjörnunni spáð meistaratitlunum

Körfubolti

Kefla­vík endur­heimtir titilinn í kvennaflokki

Auglýsing

Nýjast

Raunhæft að stefna á Tókýó 2020

Markmiðið var að vinna gull

Selfoss á toppinn

Snæfell áfram með fullt hús stiga

Kristján Örn tryggði ÍBV stig í Mosfellsbæ

Keflavík gengur frá þjálfaramálum sínum

Auglýsing