Keppnis­dagur 3 í Un­bro­ken deildinni er á laugar­daginn. Þetta er síðasti keppnis­dagurinn í deildar­keppninni og ræðst það á laugar­daginn hverjir komast í úr­slit. Úr­slitin fara fram í Tjarnar­bíó þann 3. júní.

Keppt er í nogi upp­gjafar­glímu og er einungis hægt að sigra með upp­gjafar­taki. Keppt er í 14 mis­munandi flokkum og eru rúm­lega 90 kepp­endur skráðir til leiks. 151 glíma er á dagskrá á laugardaginn og fara glímurnar fram á fjórum völlum.

Fyrstu glímur hefjast kl. 11 og verða glímurnar í beinni hér: https://www.youtube.com/channel/UCQlj-6n5wHNMJB3l0ZQeqdQ

Mikil spenna er í deildinni og það kemur í ljós á laugardaginn hverjir komast í úrslit. Hér má sjá lista yfir mikilvægustu og áhugaverðustu glímurnar í hverjum flokki: https://www.mjolnir.is/is/frettir/mikilvaegustu-glimurnar-fyrir-3-dag-unbroken-deildarinnar

Mótið fer fram í húsnæði Mjölnis, Flugvallarvegi 3, og er frítt inn fyrir áhorfendur.