For­svars­menn fé­lags­liða í enska boltanum hittust í dag. Þeir gáfu út sam­eigin­lega yfir­lýsingu í kvöld þar sem þeir sögðust sam­huga um það að klára deildina eftir CO­VID-19 tafir. Þá kom fram í til­kynningunni að í fyrsta sinn hefði verið ræddur sá mögu­leiki að stytta tíma­bilið.

Í til­kynningunni er haft eftir Richard Masters, fram­kvæmda­stjóra úr­vals­deildarinnar að fé­lögin hafi enn trú á því að hægt verði að klára deildina. Líkt og al­þjóð veit eru nærri tveir mánuðir síðan að deildin spilaði sinn síðasta leik.

For­svars­menn bresku ríkis­stjórnarinnar kynntu í dag á­form um að leyfa í­þrótta­leiki á vegum at­vinnu­manna frá og með 1. júní næst­komandi, að minnsta kosti á bak við luktar dyr án á­horf­enda. Eftir til­kynninguna virðist ríkja meiri bjart­sýni um að hægt verði að klára málið.

Masters tekur fram í til­kynningunni, sem finna má á vef ensku úr­vals­deildarinnar, að þetta hafi verið í fyrsta skiptið sem sá mögu­leiki, að stytta deildina að þessu sinni, hafi verið ræddur. Hann vill þó ekkert gefa upp um þær á­ætlanir, þar sem um sé að ræða trúnaðar­mál.

Þá vonast fé­lögin eftir því að hægt verði að leika þá leiki sem eftir eru á heima­völlum en ekki hlut­lausum, líkt og hug­myndir hafa verið uppi um.

Svona var staðan í deildinni þegar allt var flautað af vegna heimsfaraldurs: