Kai Havertz var valinn maður leiksins eftir 4-2 sigur Þjóðverja á Kosta Ríka á Heimsmeistarmótinu í Katar í gær. Þrátt fyrir sigurinn eru Þjóðverjar úr leik í riðlakeppni HM annað mótið í röð.

Havertz hafði ekki mikinn áhuga á því að stilla sér upp með styttunni sem hann hlaut fyrir að vera maður leiksins í gær, líkt og sjá má á myndinni hér neðar.

Þetta var til umræðu í HM-hlaðvarpi íþróttadeildar Torgs (Fréttablaðsins og DV) í dag.

„Svipurinn segir meira en þúsund orð,“ segir Hörður Snævar Jónsson.

Helgi Fannar Sigurðsson tók til máls.

„Honum líður ekkert eðlilega illa á myndinni. Hann er með fýlusvip. Það er eiginlega skelfilegt að koma honum í þessa stöðu eftir að hann dettur úr leik með einu stærsta landsliði heim. Hann langaði ekkert að vera þarna.“

„Ef þetta hefði verið leikmaður með stærri prófíl sem hefði fengið þessa forljótu styttu í hendurnar, hann hefði baunað á þá hvað í fjandanum þeir væru að gera,“ segir Aron Guðmundsson að lokum.