„Strákarnir okkar, þjóðhetjur, Takk!

Ég á ekki frekari orð og varla með rödd til að segja meira og áfram Ísland! við fylgjumst áfram með ykkur og förum alla leið,“ segir Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands í kveðju til íslenska karlalandsliðsins í færslu á Instagram hjá Elizu Reid, forsetafrú, fyrr í kvöld eftir sigur Íslendinga gegn Frökkum.

Eliza skrifar undir færsluna að hún birti myndbandið á sínum miðli, þar sem Guðni sé ekki með aðgang á Instagram, en hann sé staddur í Budapest að fylgjast með landsliðsmönnunum.