Fótbolti

PSG meistari eftir að hafa niðurlægt Monaco

Paris Saint Germain tryggði sér fimmta franska meistaratitilinn á síðustu sex árum með því að niðurlægja fráfarandi meistara Monaco á heimavelli í kvöld en leiknum lauk með 7-1 sigri Parísarmanna.

Cavani fagnar marki sínu með niðurlútum Monaco-leikmönnum í bakgrunni. Fréttablaðið/Getty

Paris Saint Germain tryggði sér franska meistaratitilinn í dag með því að niðurlægja meistara síðasta árs, Monaco, á heimavelli sínum.

Leiknum lauk með 7-1 sigri Parísar-liðsins sem er með sautján stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.

Þrátt fyrir að sakna Neymar þessa dagana hefur lítið hægst á PSG en þeir gátu í dag tryggt sér titilinn gegn liðinu sem vann titilinn í fyrra eftir fjögur ára einokun PSG.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi en PSG skoraði fjögur mörk á tólf mínútna kafla í fyrri hálfleik. Monaco náði að laga stöðuna undir lok fyrri hálfleiks en PSG bætti þremur mörkum við í seinni hálfleik.

Fer titillinn því aftur til höfuðborgarinnar eftir eitt ár í Monaco en þetta er sjöundi meistaratitillinn í sögu félagsins og sá fimmti eftir að fjárfestar frá Katar keyptu félagið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Ömurlegur leikaraskapur í Grikklandi - myndband

Fótbolti

Aðeins fimm skorað meira en Alfreð í þýsku deildinni

Fótbolti

Sara Björk kom Wolfsburg á bragðið

Auglýsing

Nýjast

HM 2018 í Rússlandi

Salah í deilum um ímyndarrétt sinn

Sport

Magnús Gauti og Nevena hlutskörpust

Handbolti

Pinnonen kveður Aftureldingu

Íslenski boltinn

Nýliðarnir duttu ekki í lukkupottinn

Handbolti

Mikið undir á Hlíðarenda í kvöld

NBA

Konungleg frammistaða hjá LeBron

Auglýsing