Fótbolti

PSG meistari eftir að hafa niðurlægt Monaco

Paris Saint Germain tryggði sér fimmta franska meistaratitilinn á síðustu sex árum með því að niðurlægja fráfarandi meistara Monaco á heimavelli í kvöld en leiknum lauk með 7-1 sigri Parísarmanna.

Cavani fagnar marki sínu með niðurlútum Monaco-leikmönnum í bakgrunni. Fréttablaðið/Getty

Paris Saint Germain tryggði sér franska meistaratitilinn í dag með því að niðurlægja meistara síðasta árs, Monaco, á heimavelli sínum.

Leiknum lauk með 7-1 sigri Parísar-liðsins sem er með sautján stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.

Þrátt fyrir að sakna Neymar þessa dagana hefur lítið hægst á PSG en þeir gátu í dag tryggt sér titilinn gegn liðinu sem vann titilinn í fyrra eftir fjögur ára einokun PSG.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi en PSG skoraði fjögur mörk á tólf mínútna kafla í fyrri hálfleik. Monaco náði að laga stöðuna undir lok fyrri hálfleiks en PSG bætti þremur mörkum við í seinni hálfleik.

Fer titillinn því aftur til höfuðborgarinnar eftir eitt ár í Monaco en þetta er sjöundi meistaratitillinn í sögu félagsins og sá fimmti eftir að fjárfestar frá Katar keyptu félagið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Messi meiddist þegar Barcelona fór á toppinn

Fótbolti

Ronaldo náði merkum áfanga

Fótbolti

Rakel skorað í sex leikjum í röð

Auglýsing

Nýjast

Selfoss áfram taplaus á toppnum

Tarik lék á als oddi í jafntefli KA gegn ÍR

Ómar og Janus lögðu þung lóð á vogarskálina

Salah tryggði Liverpool langþráðan sigur

Martin stigahæstur í sigri Alba Berlin

Afturelding lagði Val að velli eftir mikla spennu

Auglýsing