Fótbolti

PSG meistari eftir að hafa niðurlægt Monaco

Paris Saint Germain tryggði sér fimmta franska meistaratitilinn á síðustu sex árum með því að niðurlægja fráfarandi meistara Monaco á heimavelli í kvöld en leiknum lauk með 7-1 sigri Parísarmanna.

Cavani fagnar marki sínu með niðurlútum Monaco-leikmönnum í bakgrunni. Fréttablaðið/Getty

Paris Saint Germain tryggði sér franska meistaratitilinn í dag með því að niðurlægja meistara síðasta árs, Monaco, á heimavelli sínum.

Leiknum lauk með 7-1 sigri Parísar-liðsins sem er með sautján stiga forskot á toppi deildarinnar þegar fimm umferðir eru eftir.

Þrátt fyrir að sakna Neymar þessa dagana hefur lítið hægst á PSG en þeir gátu í dag tryggt sér titilinn gegn liðinu sem vann titilinn í fyrra eftir fjögur ára einokun PSG.

Það var snemma ljóst í hvað stefndi en PSG skoraði fjögur mörk á tólf mínútna kafla í fyrri hálfleik. Monaco náði að laga stöðuna undir lok fyrri hálfleiks en PSG bætti þremur mörkum við í seinni hálfleik.

Fer titillinn því aftur til höfuðborgarinnar eftir eitt ár í Monaco en þetta er sjöundi meistaratitillinn í sögu félagsins og sá fimmti eftir að fjárfestar frá Katar keyptu félagið.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Austin eignast atvinnumannalið

Fótbolti

Enn lengist biðin eftir sigri hjá karlalandsliðinu

Fótbolti

Markalaust gegn Eistlandi

Auglýsing

Nýjast

Æfingar hafnar á La Manga

Felix Örn aftur til Vestmannaeyja

Sigur gæti fleytt Patreki í milliriðil

Higuain færist nær Chelsea

Gott gengi gegn Makedóníu

Tímamótaleikur hjá Arnóri Þór gegn Makedóníu

Auglýsing