PSG hafnaði í dag fyrsta tilboði Real Madrid í brasilísku stórstjörnuna Neymar sem hljómaði upp á hundrað milljónir evra og þrjá leikmenn.

Ljóst er að Neymar er á förum frá PSG og hefur verið orðaður við Real Madrid og Barcelona. Forráðamenn PSG hafa stigið fram og sagt að verið sé að finna farsæla lausn fyrir báða aðila.

Fyrsta tilboð Real hljómaði upp á hundrað milljónir evra ásamt James Rodriguez, Gareth Bale og Keylor Navas sem virðast ekki vera í náðinni hjá Zinedine Zidane í Madrid en PSG hafnaði því.

Neymar vill heldur ganga til liðs við Barcelona og leika við hlið Lionel Messi á ný en óvíst er hvort að Börsungar eigi efni á Neymar eftir að hafa keypt Antoine Griezmann og Frenkie De Jong í sumar.