Fótbolti

PSG að vinna kapphlaupið um Frenkie De Jong

Franska félagið virðist hafa unnið kapphlaupið við Manchester City og Barcelona um hollenska landsliðsmanninn Frenkie De Jong.

De Jong hefur vakið mikla athygli með Ajax og hollenska landsliðinu. Fréttablaðið/Getty

Franska félagið virðist hafa unnið kapphlaupið við Manchester City og Barcelona um hollenska landsliðsmanninn Frenkie De Jong.

Hollenskir og franskir miðlar greina frá því í dag að forráðamenn PSG og Ajax hafi komist að samkomulagi um að PSG greiði 75 milljónir evra fyrir De Jong.

Hann er aðeins 21 árs gamall en hefur vakið athygli með hollenska landsliðinu í Þjóðadeildinni og með Ajax í Meistaradeild Evrópu.

Njósnateymi stærstu liða Evrópu fylgdust öll með honum og voru PSG, Manchester City, Barcelona og Bayern Munchen talin líklegust til að kaupa hann.

Þrátt fyrir ungan aldur yrði hann næst dýrasti hollenski leikmaðurinn í sögunni á eftir Virgil van Dijk.

Athugasemdir

Auglýsing
Auglýsing

Tengdar fréttir

Fótbolti

Elías Rafn etur kappi við Man.Utd

Fótbolti

„Ronaldo á bara þrjá Evróputitla“

Fótbolti

Sjáðu ótrúlegar móttökur sem Zenit fékk í gær

Auglýsing

Nýjast

Lacazette missir af leikjunum gegn Rennes

Meistaramót Íslands í frjálsum íþróttum um helgina

Laporte gerir langtíma samning

Ólympíunefndin hafnaði skvassi í fjórða sinn

Pep hafði ekki áhuga á að þjálfa Chelsea

Chelsea mun á­frýja fé­lags­skipta­banninu

Auglýsing