Ri­hanna er orðin vön sviðs­ljósinu sem fylgir því að vera heims­fræg söng­kona en hún viður­kennir að finna fyrir pressunni nú þegar ein stærsta stund hennar á ferlinum nálgast. Ri­hanna kemur fram á hálf­leiks­sýningu Super Bowl leiksins í NFL-deildinni í byrjun næsta árs.

Tón­list Ri­hönnu hefur skilað henni níu Gram­my verð­launum. Hún eignaðist sitt fyrsta barn í maí fyrr á þessu ári og segist hafa þurft að hugsa sig tvisvar um þegar hún fékk boð um að koma fram á hálf­leiks­sýningu Super Bowl leiksins, eins stærsta í­þrótt­avið­burðar í heimi á hverju ári.

„Þetta er hins vegar á­skorun sem ég er til­búin í að takast á við og ég hlakka til," sagði Ri­hanna í við­tali sem var í grunnin sniðið í kringum frum­sýningu á nær­fatnaði sem hún hannaði.

Hún áttar sig hins vegar á stærðar­gráðu verk­efnisins en milljónir manna munu stilla inn á beina út­sendingu frá Super Bowl leiknum sem og hálf­leiks­sýningunni sem mikið er lagt í hverju sinni.

„Þetta er stærsta stund míns ferils til þessa. Ég er stressuð," segir Ri­hanna en það er til­finning sem hún finnur fyrir í hvert sinn sem hún stígur á svið. „Sér í lagi í beinni út­sendingu í sjón­varpi. Þar er ekki pláss fyrir mis­tök þannig maður verður að negla frammi­stöðuna.“

Margir myndu halda að tón­listar­mennirnir sem koma fram á hálf­leiks­sýningu Super Bowl fái vel borgað frá NFL deildinni en svo er í raun ekki. NFL sér um allan kostnað sem við kemur sýningunni sjálfri og því þurfa lista­mennirnir ekki að hugsa um það.

Aðal á­batinn fyrir lista­mennina sjálfa er hversu stóran á­horf­enda­hóp Super Bowl er með. Árið 2020 kom söng­konan Shakira fram í hálf­leiks­sýningu Super Bowl og sama ár greindi Spoti­fy frá því að hlustun á hennar tón­list hefði aukist um 230%. Það sama ár kom Jenni­fer Lopez fram og hlustun á hennar tón­list fór upp um 335%.

Þá jukust tón­listar­tengdar tekjur Justins Timberla­ke um 534% sama ár og hann kom fram í hálf­leiks­sýningu Super Bowl.