Quintana sem var aðeins 32 ára hneig niður á æfingu Porto í byrjun vikunnar og lést í dag.

Hann var í lykilhlutverki í portúgalska landsliðinu og reyndist Íslendingum erfiður í leik liðanna á HM í Egyptalandi.

Þar varði Quintana tíu skot af 32 eða 32,3% skota sem rötuðu á mark hans.

Quintana sem kemur upprunlega frá Kúbu lék fyrsta leik sinn fyrir Portúgal árið 2014.