Portúgalska liðið sem Ísland heimsækir í kvöld hefur verið ógnarsterkt á heimavelli undanfarin ár en í undankeppnum undanfarinna fimm ára hefur liðið aðeins tapað einum leik.
Portúgal var spútniklið síðasta Evrópumóts þegar Portúgal lenti í sjötta sæti mótsins í fyrsta lokakeppni Portúgals síðan 2006.
Ef litið er til úrslita Portúgals í keppnisleikjum á heimavelli undanfarin fimm ár hefur Portúgal leikið ellefu leiki, unnið sex þeirra, fjórum lokið með jafntefli og aðeins einum lokið með tapi.
Það er þrátt fyrir að hafa tekið á móti Frakklandi, Þýskalandi, Íslandi, Póllandi og Slóveníu á þessum tíma.
Stærsta afrekið náðist þegar Portúgal vann 33-27 sigur á Frökkum vorið 2019.
Eina liðinu sem hefur tekist að sækja sigur til Portúgals á síðustu fimm árum er Þýskaland sem vann 29-26 sigur á Portúgal í júní árið 2017.
Þegar Ísland heimsótti Portúgal síðast sumarið 2016 vann Portúgal nauman 21-20 sigur en það kom ekki að sök. Ísland komst áfram á Evrópumótið eftir hagstæðari úrslit í fyrri leik liðanna í Laugardalshöll.