Ole Gunnar Solskjaer segir að Paul Pogba, Anthony Martial og Luke Shaw verði ekki með liðinu um helgina þegar Manchester United mætir West Ham.

Frönsku landsliðsmennirnir hafa verið fjarverandi undanfarnar vikur og misstu af leikjum United gegn Leicester og Astana á síðustu dögum. Þá er enski bakvörðurinn Luke Shaw einnig fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Daniel James er byrjaður að æfa á ný með liðsfélögum sínum en Pogba og Martial eru enn í sjúkraherberginu og því ólíklegt að þeir komi við sögu.

„Daniel hefur verið að æfa með liðinu síðustu daga og verður vonandi í hópnum um helgina. Ég á ekki von á því að Pogba og Martial verði með um helgina. Þeir hafa ekki æft með liðinu til þessa og ég á ekki von á þeim. Þá er Luke Shaw sömuleiðis meiddur“